Færsluflokkur: Ferðalög
9.6.2011 | 20:44
Viðskiptavild út um gluggann!
Af hverju heitir Hótel KEA ennþá því nafni? Ég held að Kaupfélag Eyfirðinga hafi ekki átt aðild að þessu gistiheimili í mörg ár. Af hverju er ekki búið að skipta um nafn á Hótel KEA? Svarið er einfalt. nafnið virkar! Nafnið er þekkt meðal Íslendinga og meðal útlendinga. Vel staðsett hótel í hjarta bæjarins. útlendingar hafa ekki hugmyund um hvað KEA þýðir og það sama má segja um yngri kynslóð Íslendinga. Það sama á við um nafnið Hótel Loftleiðir - það virkar.
Miðað við þau rök sem stjórnendur vitna til, það er nálægð við náttúruna, Öskjuhlíð og svo framvegis, ættu þessi sömu rök að gilda annarstaðar í heiminum. Tökum sem dæmi - Ritz Hotel í London ætti kannski að heita Green Park Hotel, Waldorff Astoria (hver var Waldorff þessi og það man enginn eftir Astor) mætti frekar heita Park Avenue Hotel og D'Angleterre mætti þá heita Hotel Nytorv!
Það virðist vera lenska hér að þurfa að breyta breytinganna vegna. Í fáeinum tilfellum hefur það heppnast en í mörgum hefur það haft neikvæð áhrif. Í þessu tilffelli held ég að áhrifin verði neikvæð. Ísland er það sérstakur viðkomustaður að ferðamenn muna yfirleitt vel eftir því hvar þeir gistu hér og, ef þjónustan og umgjörðin hafa verið í lagi, þá vill það oftast gista á sama stað þegar það kemur næst. Þarna er verið að henda hálfrar aldar viðskiptavild út um gluggan. Nei, þessi nafnabreyting er fáranleg og óþörf. Greinilegt er að það vantar mikið upp á þekkingu stjórnenda Icelandair Hotels í markaðsfræðum. Þeir sem bera ábyrgð á þessari vitleysu ættu að taka poka sinn strax í dag og snúa sér að einhverju öðru.
Það virðist vera lenska hér að þurfa að breyta breytinganna vegna. Í fáeinum tilfellum hefur það heppnast en í mörgum hefur það haft neikvæð áhrif. Í þessu tilffelli held ég að áhrifin verði neikvæð. Ísland er það sérstakur viðkomustaður að ferðamenn muna yfirleitt vel eftir því hvar þeir gistu hér og, ef þjónustan og umgjörðin hafa verið í lagi, þá vill það oftast gista á sama stað þegar það kemur næst. Þarna er verið að henda hálfrar aldar viðskiptavild út um gluggan. Nei, þessi nafnabreyting er fáranleg og óþörf. Greinilegt er að það vantar mikið upp á þekkingu stjórnenda Icelandair Hotels í markaðsfræðum. Þeir sem bera ábyrgð á þessari vitleysu ættu að taka poka sinn strax í dag og snúa sér að einhverju öðru.
Hótel Loftleiðir breytir um nafn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)