Viðskiptavild út um gluggann!

Þessi nafnabreyting fáranleg! Hún er fáranleg og óþörf. Hótel Loftleiðir hefur verið starfandi í nærri hálfa öld og er vel þekkt viða um lönd. Mér finnst að eigendur fyrirtækisins þurfa að endurskoða þessa ákvörðun.

Af hverju heitir Hótel KEA ennþá því nafni? Ég held að Kaupfélag Eyfirðinga hafi ekki átt aðild að þessu gistiheimili í mörg ár. Af hverju er ekki búið að skipta um nafn á Hótel KEA? Svarið er einfalt. nafnið virkar! Nafnið er þekkt meðal Íslendinga og meðal útlendinga. Vel staðsett hótel í hjarta bæjarins. útlendingar hafa ekki hugmyund um hvað KEA þýðir og það sama má segja um yngri kynslóð Íslendinga. Það sama á við um nafnið Hótel Loftleiðir - það virkar. 
 
Miðað við þau rök sem stjórnendur vitna til, það er nálægð við náttúruna, Öskjuhlíð og svo framvegis, ættu þessi sömu rök að gilda annarstaðar í heiminum. Tökum sem dæmi - Ritz Hotel í London ætti kannski að heita Green Park Hotel, Waldorff Astoria (hver var Waldorff þessi og það man enginn eftir Astor) mætti frekar heita Park Avenue Hotel og D'Angleterre mætti þá heita Hotel Nytorv!

Það virðist vera lenska hér að þurfa að breyta breytinganna vegna. Í fáeinum tilfellum hefur það heppnast en í mörgum hefur það haft neikvæð áhrif. Í þessu tilffelli held ég að áhrifin verði neikvæð. Ísland er það sérstakur viðkomustaður að ferðamenn muna yfirleitt vel eftir því hvar þeir  gistu hér og, ef þjónustan og umgjörðin hafa verið í lagi, þá vill það oftast gista á sama stað þegar það kemur næst. Þarna er verið að henda hálfrar aldar viðskiptavild út um gluggan. Nei, þessi nafnabreyting er fáranleg og óþörf. Greinilegt er að það vantar mikið upp á þekkingu stjórnenda Icelandair Hotels í markaðsfræðum. Þeir sem bera ábyrgð á þessari vitleysu ættu að taka poka sinn strax í dag og snúa sér að einhverju öðru.

 


mbl.is Hótel Loftleiðir breytir um nafn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Alveg sammála þér Pétur!

Mér finnst þetta hreinast skömm að þeir sem stjórna eru ekki betri að sér.  Að fleygja út um gluggann 50 ára gömlu nafni og nafnið hefur verðmæti sem er hluti af óráðstöfuðu eigi féi í bókhaldi. Og taka upp eitthvað sem er eins og „nýmóðins kukl nafn" og það fyrst sem fólk dettur í hug er: „Varð Loftleiðir gjaldþrota?".  

Þeir sem eru ekki betri að sér í markaðsfræðum verða bara að fara. Það er ekki hægt að leika sér að fyrirtækinu eftir eigin smekk heldur er fyrirtækið að þjóna viðskiptavininum og hans þörfum. Nafn sem búið er að vera í 50 ár hefur verðmæti, nýja nafni er 0 kr. virði.

Ómar Gíslason, 9.6.2011 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband